- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
MA fékk góða gesti í heimsókn í liðinni viku en þá komu 10. bekkingar á Akureyri í skólann og kynntu sér námsframboðið. Þeir fræddust um allar brautir skólans, fengu innsýn í námsefni og viðfangsefni, tóku þátt í þrautum og fengu smá nasaþef af því hvernig er að vera nemandi í MA. Þeir gengu líka um skólann í n.k. söguferð og fóru til dæmis upp á háaloft skólans þar sem áður voru heimavistarherbergi og nú má finna vísi að safni yfir kennslutæki og búnað. Það var afar gaman að sjá skólann fyllast af lífi og við þökkum þessum áhugasömu gestum fyrir komuna.