Nemendur á Siglufirði
Nemendur á Siglufirði

Menningarlæsið fór til Siglufjarðar í dásemdar veðri. Bekkirnir sem fóru voru 1. A, 1. FL, 1. G og 1. H. ásamt kennurunum Aðalbjörgu, Önnu Sigríði, Kristni og Sigríði.

Nemendur fóru á fjórar stöðvar fyrir hádegi, þær voru Róaldsbrakki, Bátahúsið, Ljóðasetrið og Líftæknifyrirtækið Genis. Í hádeginu fengum við afnot af kirkjulofti safnaðarheimilisins og eftir hádegi var hressilegur ratleikur um bæinn. Í stuttu máli gekk ferðin vel, heimamenn tóku höfðinglega á móti okkur og nemendur jafnt sem kennarar nutu tilbreytingarinnar frá kennslustofunni (Aðalbjörg Bragadóttir).

Á Instagram má finna myndskeið úr ferðinni: 

https://www.instagram.com/reel/Cir2gmfAwKT/?igshid=YmMyMTA2M2Y=