- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur héldu áfram fjölbreyttri vinnu á velgengisdegi númer tvö. Fyrstubekkingar unnu meðal annars við ljósmyndamaraþon og hlýddu í upphafi á fyrirlestur og tilsögn Andra Más Þórhallsonar, sem var stúdent hér síðastliðið vor. Síðan var myndataka undirbúin og nemendur unnu síðan í hópum að því að ganga frá myndum til framköllunar og gerðu síðan kynningar fyrir bekk sinn þar sem þeir sögðu frá því hver hugmynd væri að baki hverri mynd, en skila átti einni mynd við hvert hugtak, hamingju, tillitssemi og fyrirmyndarskóla.
Í öðrum bekk var áfram unnið að verkefnum sem lúta að fjármálum og efnahagsmálum, vinnumarkaði og starfsumsóknum.
Þriðji bekkur byrjaði á fyrirlestri í Kvosinni þar sem forsprakkar í Barningi, Aron Freyr Heimisson, Elín Inga Bragadóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir fjölluðu meðal annars um kynhlutverk og útlitsdýrkun og hvernig mannslíkaminn og mennskan eru höfð að markaðs- og söluvöru með alls kyns misvísunum, sem smátt og smátt verða minna áberandi vegna þess að áróðurinn gerir þær sjálfsagðar. Síðan unnu stórir hópar nemenda að því að greina meðal annars klám og alls kyns afbökun eðlilegs lífs í myndböndum og gerðu grein fyrir dómum sínum í samkeppni í Kvosinni.
Hér er í myndasafni talsvert af myndum sem teknar voru í Kvosinni af 3. bekk og í kennslustofum þar sem fyrstu bekkingar vinna að myndamaraþoni sínu. Því miður verða myndir af 2. bekk að bíða morguns.