Á leið frá fundi með skólameistara
Á leið frá fundi með skólameistara

Skólameistari og nemendur gerðu í morgun með sér samkomulag sem byggir á skjali sem varðveitt hefur verið innrammað á skrifstofu aðstoðarskólameistara frá árinu 1984. Þar segir m.a. að 29. febrúar sé inn á almanak settur mönnum til hvíldar frá dagsins önn og því til þess fallinn að staldra við, líta yfir farinn veg, huga að ókominni tíð og aðgæta hvort um megi bæta á vorri framtiðarbraut.