- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þriðji og síðasti velgengnisdagur á þessari önn er í dag. Fyrstubekkingar vinna að sjálfsmyndarverkefni undir handleiðslu kennara.
Þriðjubekkingar vinna að eineltisverkefni, þeir fóru í bíó snemma í morgun og sáu kvikmyndina Bylly og vinna síðan verkefni um einelti undir stjórn 4. bekkjar nemenda Lindu Sólveigar Magnúsdóttur í uppeldisfræði.
Annar bekkur lýkur mikilli yfirferð og verkefnavinnu sem tengist nútímalífi, fjárhag, rekstri heimilis, viðhorfum til starfa, eðli vinnumarkaðar og fleira í þeim dúr. Í morgun var helmingur hópsins á fyrirlestri Þorsteins E. Arnórssonar þjónustufulltrúa Einingar-Iðju í Möðruvallakjallara en aðrir voru vítt og breitt um skólahúsin að vinna að því að ganga frá bókhalds- og fjármálalæsisverkefnum sínum.
Nokkrar myndir voru teknar í morgun og loks eru hér svipmyndir af 2. bekk að störfum á velgengnisdögum.