- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í gær fóru nemendur í 4. bekk T og U í gönguferð um Hvammsland og Kjarnaskóg í leiðsögn Sigurðar Bjarklind og Sonju Sifjar Jóhannsdóttur. Þessi góði göngutúr var þáttur í velgengnisdagadagskrá nemendanna.
Eins og sjá má á myndum voru ferðalangarnir misvel búnir til gönguferða á vetri. Það er enda reynslan að afar erfitt er að fá fólk til að búa sig til einhvers annars en tískuramminn setur. Allir komust þó leiðar sinnar í þessari för og í lokin buðu Sonja Sif og Ingibjörg Magnúsdóttir ferðalöngum upp á kakó og kleinur.