Barnabókalestur í Pálmholti
Barnabókalestur í Pálmholti

Nemendur í valgreininni barnabókmenntum í 4. A fóru á dögunum í heimsókn á leikskólann Pálmholt og lásu fyrir börnin úr frumsömdum barnabókum. Upplesturinn er liður í námsmati áfangans ÍSL 633, barnabókmenntum hjá Eyrúnu Huld Haraldsdóttur, og er þetta í fyrsta sinn sem nemendur fylgja verkum sínum úr hlaði á þennan hátt. Börnin sýndu verkunum mikinn áhuga og heimsóknin var vel heppnuð og voru nemendur MA, sem og nemendur Pálmholts, ánægðir með þessa skemmtilegu samverustund.

Að loknum lestri var nemendum 4. A boðið upp á hressingu á kaffistofunni þar sem drykkir og ávextir voru á boðstólnum.

.