- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þann 4. apríl síðastliðinn lögðu nemendur í 4.X af stað í ævintýraferð með vísindalegum brag til Lundúnaborgar undir leiðsögn Brynjólfs Eyjólfssonar, kennara. Nemendur sáu sjálfir um fjáröflun, héldu meðal annars margrómað stærðfræðimaraþon þar sem þeir sátu í M7 og reiknuðu í sólarhring.
Ferðin stóð yfir dagana 4. – 10. apríl og gist var rétt hjá King‘s Cross. Þaðan voru farnar, undir leiðsögn Brynjólfs, ferðir til Oxford og Cambridge þar sem nemendur fræddust um borgirnar sem háskólaborgir, starfsemi skólanna og fyrirkomulag þeirra ásamt mörgu fleiru. Farið var til Greenwich þar sem konunglega stjörnuathugunarstöðin var skoðuð og snemma á annan í páskum var vísindasafnið (The Science Museum) heimsótt. Sama dag fræddist hópurinn um verkfræðiskólann Imperial College.
Frítíma sínum eyddu nemendur misgáfulega, fóru í leit að Abbey Road og gæludúfum, í rölt og fótboltagláp eða jafnvel í lestarflækjur og feluleik í Hyde Park.
Nemendur þakka Brynjólfi fyrir bráðskemmtilega og fræðandi ferð, en hann tók myndina af hópnum í Oxford.