- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag var fulltrúum Aflsins. samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, afhentur afrakstur áheita- og góðgerðaviku sem nemendur skólans efndu til fyrir skemmstu og sagt var frá í mörgum fjölmiðlum, ekki síst ferð hóps nemenda með sjúkrabörur yfir Vaðlaheiði í misjöfnu veðri.
Fulltrúar úr stjórn Hugins, skólafélags MA afhentu fulltrúum Aflsins, Elínbjörgu Ragnarsdóttur og Þórunni Önnu Elíasdóttur ávísun að upphæð 875 þúsund krónur. Elínbjörg þakkaði með nokkrum orðum fyrir höfðinglegan stuðning, sem kæmi sér ákaflega vel í því uppbyggingarstarfi sem verið væri að vinna hjá Aflínu.
Á myndinni eru þær Þórunn Anna og Elínbjörg með ávísunina, en við hlið þeirra eru Kolfinna Frigg Sigurðardóttir úr stjórn Hugins, Una Magnea Stefánsdóttir forseti Hagsmunaráðs og Ingvar Þóroddsson inspector scholae.