- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Reglulegum haustannarprófum í Menntaskólanum á Akureyri er lokið að þessu sinni. Síðustu sjúkraprófum er jafnframt að ljúka og kennarar vinna að því að undirbúa upphaf vorannar. Fyrsti skóladagur á vorönn er fimmtudagurinn 31. janúar.
Þriðjudaginn 29. janúar er Þorrastefna í MA, en það er samfundur allra starfsmanna skólans. Miðvikudaginn 30. janúar fara kennarar í Íslandsáfanganum í heimsókn í þrjá skóla á höfuðborgarsvæðinu og kynna sér hvernig ný námskrá hefur verið innleidd þar. Starfsfólk fjölmargra skóla hefur komið í kynnisheimsóknir og kynnt sér innleiðingu nýrrar námskrár í MA og kennarar héðan hafa farið með kynningar á námskránni og Íslandsáfanganum í grunn- og framhaldsskólum víðs vegar um landið.
Fyrsti skóladagurinn á vorönn, fimmtudagurinn 31. janúar, fer að mestu í prófsýningar og kynnisfundi, sem hér segir:
Kennarar munu auglýsa prófsýningar, stað og stund, á auglýsingatöflunni í anddyri Hóla. Sumir kennarar, sem kenna sömu bekkjum á haustönn og vorönn, munu sýna próf í fyrstu kennslustund.
Regluleg kennsla samkvæmt stundaskrá hefst föstudaginn 1. febrúar.