- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Það eru jafnan vortíðindi að Sigurður Bjarklind lokki fjórðubekkinga til að ganga með sér á Ystuvíkurfjall, en í blíðviðrinu í gær var farin ein slík ferð.
25 nemendur úr 4TUX þáðu boð Sigurðar og Karls Halldórssonar hlaupafélaga hans, um verklegan efnafræðitíma í dag með göngu á Ystuvíkurfjall. Verkefnið fólst í bruna næringarefna og myndun orkuefnasambanda í eigin skrokki. Allt gekk að óskum. Herðubreið sást í blámóðu gegnum Víkurskarð og Ljósavatnsskarð. Haldið var niður af fjalli í seiðandi kvöldhúmi. Ingibjörg íþróttakennari Magnúsdóttir bauð upp á heilsunudd í ferðalok.
Hér er hluti hópsins uppi við vörðu.