- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Skólahald er komið á fulla ferð. Busavígsla gekk hratt fyrir sig og henni lauk með fjölmennu Busaballi í Kvosinni á miðvikudagskvöldið. Lífið í skólanum er komið á þessa öruggu siglingu, sem einkennir skóladaginn.
Á skólafundi á þriðjudaginn voru nemendum kynntar öðru sinni nýjar reglur um meðferð margmiðlunartækja í kennslustundum, þar sem grundvallarreglan er að kennari stjórni því hvort og hvenær tölvur og símar er notað í tímum. Vonast er til að vel gangi að koma þeirri reglu á sem þar um getur
Skálaferðir í fyrsta bekk í umsjá foreldrafélagins, umsjónarkennara og námsráðgjafa hefjast nú á fimmtudag og standa til 9. október. Farið er frá Heimavist að Hólavatni klukkan 13, dvalist þar við leiki og útivist fram á kvöld, gist um nótt og komið til baka að Heimavist um klukkan 14.30 daginn eftir.
Fleira er framundan í náinni framtíð, en meðal þess Evrópski tungumáladagurinn, sem er nú á föstudaginn og hans verður minnst að vanda. Einnig má nefna að nemendur í náttúrlæsi fara í dagslanga í náttúruskoðunarferð í Mývatnssveit í næstu eða þarnæstu viku og nemendur í menningarlæsi fara trúlega fljótlega í dagsferð til að skoða menningar- og atvinnusögu á Siglufirði
Skólafélagið Huginn hefur látið endurgera vefsíðu sína, sem birtist nú á slóðinni www.huginnma.is og einnig er verið að fínpússa MA-appið með öllum upplýsingum um skólalífið fyrir snjallsíma.
Það er eins og sjá má nóg að gera í MA.