Vindur á landinu klukkan 11
Vindur á landinu klukkan 11

Tuttugu og fimm nemendur úr 3. og 4. bekk sem eru í áfanganum ÞÝS2S50 eru á leið til Berlínar, í ferð sem nemendur hafa sjálfir skipulagt undir umsjá Margrétar Kristínar Jónsdóttur þýskukennara sem jafnframt er með í för.

Veðrið hér á landi um helgina gaf ekki góða von um að ferðin gæti hafist á réttum tíma, en ferðalangarnir lögðu af stað snemma í morgun með rútu og eru þegar þetta er skrifað í Borgarfirði og allt gengur vel. Flogið verður til Berlínar síðdegis. Veður er skaplegt núna, eins sést á verðurkortinu, en spáin er afar slæm þegar líður á kvöld.

Í Berlín bíður stíf dagskrá skoðunarferða um söfn og torg og stræti og öruggt er að litið verður á jólamarkaði, sem eru nú um alla borg, og einnig litið inn í einhverjar búðir og eitthvað keypt til jólanna.

Til baka kemur hópurinn 10. desember og samdægurs norður.

Við óskum ferðalöngunum góðarar ferðar og heimkomu.