Fimmtudaginn 22. okt fóru nemendur á félagasfræðikjörsviði (4.D og 4.E) í heimsókn á lögreglustöðina á Akuryeir. Heimsóknin er hluti af áfanganum afbrotafræði.

Á lögreglustöðinni tóku á móti hópnum Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn og Gestur Ragnar Davíðsson varðstjóri fangelsisins. Þeir félagar fóru yfir sögu lögreglunnar á Norðurlandi, umdæmið í dag og dagleg störf lögreglunnar og fangelsisins. Að lokum fengu nemendur að spyrja þá spjörunum úr.

Vel heppnuð og skemmtileg heimsókn í alla staði. Með í för var Logi Ásbjörnsson kennari og tók jafnframt myndirnar.

Hjá löggunni