- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Mánudaginn 9. nóvember fór 3. bekkur félagsfræðibrautar í söguferð um Eyjafjörð og Skagafjörð. Yfirskrift ferðarinnar var ? Norðlenskar miðaldir?. Ferðin hófst á Munkaþverá og hún endaði í dómkirkjuni á Hólum Í Hjaltadal.
Veðrið var einsog best getur orðið í norðlenskum nóvember. Nemendur fluttu stuttar greinageðir sem tengdust því sem fyrir augu bar. Þá söng sérstakur sögukór sálm Kolbeins Tumasonar við lag Þorkels Sigurbjörnssonar. Það þótti allfagur söngur. Með í för voru kennararnir Bjarni Guðmundsson, Gunnhildur Ottósdótir og Björn Vigfússon auk Björns Teitssonar sem er gamall nemandi og kennari skólans.
Á annarri myndinni er hópurinn við Jónasarlund í Öxnadal með Hraundranga í baksýn en á hinni er hópurinn við Hóladómkirkju.