Danska á safninu
Danska á safninu

Kennsla fer fram víðar en í kennslustofum. Alls konar smærri og stærri hópverkefni eru unnin vítt og breitt, meðal annars á bókasafni skólans. Stundum fara kennarar með bekki sína og vinna að tilteknum verkefnum á safninu.

Á þessari mynd, sem Sigurlaug Anna aðstoðarskólameistari tók, er Selma Hauksdóttir með hóp nemenda sinna í dönsku í námi á bókasafninu og eins og sjá má heldur heilagur Jón Ögmundsson biskup verndarhendi yfir þeim.