Á Ystuvíkurfjallli
Á Ystuvíkurfjallli

Ferðir Sigurðar Bjarklind á Ystuvíkurfjall eru minnisstæðar þeim sem hafa farið með honum og nú í dag fóru 12 manns á toppinn í tilefni Ratatosks. Sigurður segir sjálfur frá og myndir eru frá honum, Hrund Hákonardóttur og Benedikt Rúnari Valtýssyni:

"Það voru einungis 12 úrvalsnemendur úr 4. bekk MA sem höfðu hugrekki, kjark og þor til að fara í alvöru fjallgöngu með Skarfinum Sigga Bjarklind í vorblíðunni í dag. Ferðin upp á Ystuvíkurhnjúk reyndi mjög á stoðkerfi, öndunarkerfi og hjarta- og æðakerfi. Gleðihormón flæddu um verðlaunabrautir taugakerfisins þegar upp var komið. Ferðalagið niður brattar brekkur var fyrst og fremst tekið á afturendanum. Niðurstaða ferðarinnar var meitluð í eina setningu: Okkur verður aldrei aftur hlýtt á rassinum."

YF

YF2

YF3