- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Árshátíð Menntaskólans á Akureyri var í Íþróttahöllinni í gær. Þar var mikil og fjölbreytt dagskrá og að lokum voru dansleikir fram á nótt í tveimur sölum Hallarinar. Hún var skreytt ljósum og tjöldum og þema hátíðarinnar var Neðansjávar. Allt gladdi það augað, og ekki síður fjölmörg metnaðarfull atriði, meðal annars 120 manna danssýning og flug formanns skólafélagsins yfir höfðum gesta uns lent var á sviðinu til að flytja ferksustu formannsræðu um árabil.
Miklar myndatökur voru á allri hátíðinni, ljósmyndastúdíó á þremur stöðum í húsinu og símar gesta fullnýttir til að grípa andartökin. Sverrir Páll gekk um hluta kvöldsins með myndavél og einbeitti sér að mestu að glæsibúnum fjórðubekkingum þegar þeir biðu þess að ganga í salinn. Eitthvað fleira fylgir með í myndasafninu, meðal annars svipmyndir frá gömlu dönsunum á efri hæðinni. Þetta eru 90 myndir eða svo.