Akureyrarbær vinnur nú að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið.
Akureyrarbær vinnur nú að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið.

Akureyrarbær vinnur nú að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu. Markmið hennar er að búa til aðgerðaráætlun svo auka megi öryggi í bænum, fækka slysum og auka lífsgæði bæjarbúa sem og annarra sem um bæinn ferðast.

 Akureyrarbær hefur ákveðið að efna til stafræns íbúasamráðs þar sem öllum íbúum gefst tækifæri á að koma sínum ábendingum áleiðis.

Sérstök ábendingagátt verður opin til 4. desember nk. í gegnum eftirfarandi hlekk: https://arcg.is/1OWrOe1