Föstudaginn 15. nóvember verður boðið upp á örnámskeiðið Viltu bæta námsárangur þinn?

Á námskeiðinu mun Anna Harðardóttir námsráðgjafi fjalla um aðferðir við tímastjórnun og skipulag en allar rannsóknir benda til þess að góð vinnubrögð í námi séu ein lykilforsenda velgengni í námi.

Námskeiðið er 40 mínútur og geta nemendur valið á milli tveggja tímasetninga, kl. 11.30 og klukkan 12.15 í stofu H6.

Nemendur eru hvattir til að mæta og grípa með sér nesti.

(Myndin er tekin að láni af veraldarvefnum)