Nemendur í menningarlæsi fengu það verkefni í síðustu viku fyrir jólafrí að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélag sitt með einum eða öðrum hætti. Verkefnin eru mörg og ólík, sumir hópar leitast við að bæta umgengni í skólanum eða á heimavist, aðrir hópar hafa unnið sjálfboðavinnu og enn aðrir bent á sitthvað sem betur má fara í samfélaginu og reynt að koma á breytingum. Sem dæmi má nefna að þrír nemendur úr 1E eyddu drjúgum tíma í að  moka snjó af svölum dvalarheimilisins Hlíðar og nemendur úr 1I og 1F glöddu hjarta nokkurra borgara með því að dúkka óvænt upp og moka frá dyrum og stétt viðkomandi. Nokkrir hópar hafa lagt Rauða krossinum liðsinni sitt og einhverjir heimsótt leikskóla eða dvalarheimili aldraðra og létt undir með starfsfólki.

Á myndunum má sjá snjómokstursmennina Símon Þórhallsson og Egil Ólaf Arnarsson.


Á einni mynd má sjá nemanda í 1F lauma kveðju til húsráðenda eftir að hafa mokað heim að dyrum.

Snjór

Snjór
Snjór