- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur og starfsmenn MA deila upplifunum sínum af námi og kennslu í samkomubanni með lesendum ma.is.
Rannveig Ármannsdóttir, þýsku- og dönskukennari.
Þessi nýi veruleiki er áskorun sem hvetur mann til þess að prófa nýjar leiðir og hugsa ýmislegt upp á nýtt. Það finnst mér mjög jákvætt og ég vona að við tökum eitthvað gott og varanlegt með okkur út úr þessu fári. Þannig að ég er í góðum gír, passa mig að halda rútínu, fer snemma á fætur og geri jóga áður en ég sest á „heimaskrifstofuna mína“. Þar svara ég tölvupóstum, bý til kennsluvídeó, fer á zoomfundi, teamsfundi og margt fleira. Lykilatriði er að standa reglulega upp frá löngum tölvusetum og gera hléæfingar því það sem er neikvætt við þetta ástand eru mjög langar setur fyrir framan tölvuna og engir nemendur né samstarfsfólk, sakna ykkar. Það sem kemur helst á óvart er að þetta virðist ganga nokkuð vel þrátt fyrir að þessi umbylting á kennsluháttum yrði að gerast yfir nótt. Ég held að fyrir nemendur sé gott skipulag lykillinn að því að halda haus, svo ég vil hvetja ykkur til þess og að huga að andlegri og líkamlegri heilsu. Áfram við.