Í dag varð langþráður draumur að veruleika í Menntaskólanum á Akureyri, þegar tekið var í notkun nýtt flokkunarkefi úrgangs. Skólinn hefur um nokurra ára skeið verið handhafi græns fána en flokkun hefur verið í lágmarki. Nú hefur verið komið upp ílátum til flokkunar á nokkrum stöðum í skólahúsunum. Um leið hafa ruslafötur verið fjarlægðar úr kennslustofum.

Í nýja kerfinu eru 6 flokkar,

  1. almennt sorp,
  2. hreint plast,
  3. pappír,
  4. fernur undan drykkjarvörum,
  5. skilaskyldar drykkjarumbúðir og
  6. lífrænn úrgangur.

SorpflokkunNefnd nemenda í náttúrulæsi í 1. bekk hefur undirbúið þetta átak undir handleiðslu kennaranna Eyrúnar Gígju Káradóttur og Arnars Más Arngrímssonar og kynnti nýja flokkunarkerfið í Kvosinni í dag. Nefndin mun fylgja átakinu eftir og gera kynningarmyndband sem sýnt verður á næstunni og fylgjast með framgangi flokkunarinnar. Nemendur og starfsmenn allir voru hvattir til að taka mjög alvarlega á þessum málum og fleygja því sem fleygt er á rétta staði. Slíkt ætti ekki að verða nemendum ofviða, enda er flokkun af þessu lagi löngu hafin í fjölmörgum þeirra grunnskóla sem nemendur MA koma úr. Má segja að ef vel tekst til hafi verið stigið stórt skref inn í 21. öldina.

Á stærri myndinni er Arnar Már við upphaf kynningarinnar ásamt nefndinni, Eyrúnu Gígju og Jóni Má.