Nemendur í 1. bekk MA sjá þessa dagana kvikmyndina Disconnect, sem er áhrifamikil mynd og fjallar um internetið og ýmsan vanda sem tengist óábyrgri netnotkun. Sagðar eru sögur af nokkrum einstaklingum, sem með mismunandi móti flækjast í ólöglega starfsemi á netinu, og alvarlegar afleiðingar sem það hefur á líf fjölskyldna og einstaklinga.

Nemendur í 1. bekk B, C, D og E sáu myndina í gær en nemendur i 1. A, F, G, H og I voru á Siglufirði á sama tíma og fara og sjá Disconnect á þriðjudaginn kemur.

Það er samdóma álit þeirra sem séð hafa að þessi mynd eigi erindi við unglinga jafnt sem fullorðna.