Quasar
Quasar

Stjörnu-Odda félagið er félagsskapur áhugamanna um stjarnvísindi á Norðurlandi og hefur frá upphafi tengst Menntaskólanum á Akureyri. Félagið efnir til aðalfundar samkæmt þessari tilkynningu:

Ágætu Stjörnu-Odda-félagar og annað áhugafólk um stjarnvísindi:

AÐALFUNDUR
Laugardaginn 7. júní 2014 kl. 16:00 í Menntaskólanum á Akureyri. Gengið er inn af bílastæði Heimavistar MA um norðurdyr Möðruvalla í stofu M11.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf.
  2. Dulstirni (Quasars): Í fyrra voru liðin 50 ár frá uppgötvun þessara stjarnfyrirbæra sem vöktu mikla athygli og áhuga almennings. Eðli þeirra var lengi umdeilt meðal fræðimanna, en nýjar kenningar og nákvæmari athuganir hafa skýrt uppruna þeirra og þróun. Í framsögu formanns verður stiklað á rannsóknasögunni og hvatt til umræðu um gátur heimsfræðinnar.

Bjóðum ykkur velkomin á þennan fund, sem er öllum opinn. [Gjörið svo vel að láta fundarboðið berast.]

Stjórnin