- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, átti þann 25. apríl sl. fund með samstarfsnefnd framhaldsskóla á norðaustursvæði, sem í sitja skólameistarar framhaldsskólanna. Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðu þeirra verkefna sem tilgreind eru í samstarfssamningi og skýrslu um framtíð framhaldsskólastarfs á svæðinu.
Óvissa er enn um breytingu á skólaári MA og verkefni sem því eru beint tengd, en markvisst er unnið að þeim þáttum samningsins sem m.a. lúta að samstarfi skólanna um stoðþjónustu, samstarfi sérfræðinga, vinnu við jafngildisáfanga og samstarfi við aðrar menntastofnanir. Skólarnir munu í samstarfi halda áfram að byggja upp framsækna skóla til hagsbóta fyrir ungmenni og menntun á svæðinu.
Gísli Kristinsson tók myndina af fundarmönnum.