- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag kom út glæsilegt afmælisblað Munins, en þetta er tímamótablað því Muninn er 80 ára. Blaðið er veglegt og með fjölbreyttu efni og miklum myndum. Ritstjórinn Einar Hjörleifsson hefur ásamt fjölmennri ritstjórn og hópi annarra ritara og tæknimanna gefið út glæsilegt afmælisblað, en blaðið er algerlega unnið innanhúss, meira að segja nemendur og kennarar í flestum auglýsingum, en að vísu var blaðið prentað í Ásprenti.
Það var gamalkunnug stemming í Kvosinni þegar hulunni hafði verið svipt af afmælisblaðinu í löngu frímínútum og allir nemendur sátu límdir við lestur og myndaskoðun. Til hamingju með afmælið, Muninn og ritstjórn og allir sem málið varðar.