MA 2009
MA 2009

Fimmtudaginn 11. nóvember verður þess minnst með dagskrá í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri á Hólum, að á þessu ári eru 80 ár liðin síðan skólinn varð menntaskóli með full réttindi til að brautskrá stúdenta. Raunar er tvíheilagt vegna þess að einnig er þess minnst að 130 ár eru liðin síðan norðlenskur skóli var endurreistur á Möðruvöllum í Hörgárdal.

Afmælisdagskráin í tali, tónum, texta og myndum er öll í höndum nemenda. Hún er í umsjón stjórnar Hugins, skólafélags MA, með þátttöku nokkurra af þeim undirfélögum sem virkust eru í skólalífinu. Þá verða veitingar í tilefni tímamótanna.

Dagskráin hefst klukkan 10.

.