Að undanförnu hefur verið rætt um auglýsingar skrifstofuvörufyrirtækis í Dagskránni, þar sem í óleyfi voru notaðar myndir af skólameisturum MA og VMA. Beðist hefur verið afsökunar á því. Í afsökunarbeiðni sem barst skólameisturunum og var síðar birt í Dagskránni var beðist afsökunar á birtingunni og tilkynnt að fyrirtækið vildi styrkja skólana með því að senda þeim ljósritunarpappír. Í Menntaskólanum á Akureyri hefur beiðnin verið samþykkt en pappírinn afþakkaður.

Bókun skólanefndar MA er svohljóðandi:
?Skólanefnd MA átelur harðlega að mynd af skólameistara var birt nýlega í auglýsingaskyni án þess að heimildar hans væri leitað. Borist hefur formleg afsökunarbeiðni frá auglýsandanum ásamt boði um bætur, Ákveðið hefur verið að samþykkja afsökunarbeiðnina en afþakka bæturnar. Málinu er lokið af hálfu MA og skólameistara.?


.