- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Agnes Eva Þórarinsdóttir, stúdent frá MA 2012 og nú nemi í efnafræði við Háskóla Íslands hefur hlotið styrk til sumarnáms í Caltech háskólanum í Bandaríkjunum. Agnes er er í hópi þriggja stúdenta við Háskóla Íslands sem hlutu nú styrk til að vinna tíu vikna verkefni við California Institute of Technology - Caltech, í Pasadena í Kaliforníu, Bandaríkjunum nú í sumar.
Þetta er í sjöunda sinn sem styrkjum við Caltech er úthlutað, en samkvæmt frétt á vef HÍ undirrituðu Háskóli Íslands og Caltech árið 2008 samning um aukið samstarf í kennslu og rannsóknum. Um er að ræða svokölluð SURF-verkefni (Summer Undergraduate Research Fellowship) hjá Caltech, en SURF gengur út á rannsóknarsamstarf á milli leiðbeinanda og nemanda í grunnnámi.