- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Agnes Eva Þórarinsdóttir í 3T náði þeim ágæta árangri í forkeppni efnafræðikeppninnar á dögunum að komast í 16 manna hóp, sem fær að taka þátt í úrslitakeppnninni í Reykjavík 12. og 13. mars næstkomandi. Fræðilegur hluti keppninnar fer fram í húsnæði Verkfræði- og raunvísindadeildar HÍ laugardaginn 12. mars kl. 10:00-13:00. Verklegi hlutinn verður á svipuðum slóðum sunnudaginn 13. mars kl. 10:15-14:00.
Fjórir þeir hlutskörpustu í úrslitakeppninni munu skipa lið Íslands í Ólympíukeppninni í efnafræði í Tyrklandi 9.-18. júlí nk. Heimasíða Ólympíukeppninnar í Tyrklandi er hér.