- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í hópi 26 afburðanemenda sem Háskóli Íslands veitir afreks- og hvatningarstyrk að þessu sinni eru þrír stúdentar MA, tveir nýstúdentar og einn frá fyrra ári. Þetta eru Agnes Eva Þórarinsdóttir og Hallfríður Kristinsdóttir sem voru í tveimur efstu sætum nýstúdenta að þessu sinni og Gauti Baldvinsson, sem var næsthæstur á stúdentsprófi í fyrra.
Styrkur úr Afreks- og hvatningasjóði Háskóla Íslands er 300 þúsund krónur í peningum auk ókeypis skráningar í skólann á fyrsta ári.
Hér má sjá frétt og nánari upplýsingar í Akureyri vikublaði.