Allir lesa
Allir lesa

Allir lesa er landsleikur í lestri. Leikurinn fer nú fram í annað sinn, að þessu sinni á þorra. Hann hefst á bóndadaginn, föstudaginn 22. janúar og lýkur á konudaginn, sunnudaginn 21. febrúar.

Opnað verður fyrir skráningu liða á morgun, föstudaginn 15. janúar.

Allir geta tekið þátt í landsleiknum með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar o.s.frv. Foreldrar eða afar og ömmur sem lesa með börnum sínum geta til að mynda stofnað fjölskyldulið og skráist lesturinn þá bæði á þann sem lesið er fyrir og þann sem les.

Taktu þátt í landsleiknum með því að stofna vinnustaðalið eða lið með fjölskyldu og/eða vinum. Þess má geta að höfuðborgin kom ekki vel út í síðustu keppni, en þá lenti hún í 23. sæti sveitarfélaga þegar lestur var mældur eftir búsetu. Mest var lesið í Vestmannaeyjum, en Hveragerði og sveitarfélagið Ölfus voru í 2. og 3. sæti. Konur vörðu svo mun meiri tíma í lestur en karlar, eða 72,1% á móti 27,9% hjá körlum.

Nánar um Allir lesa:

Hvað?                                   Landsleikur í lestri
Hver?                                   Allir
Af hverju?                          Lestur gerir lífið skemmtilegra. Við eflum hugann með lestri, aukum víðsýni, lærum, tengjumst, ferðumst ….
Skráning?                            Opnað verður fyrir skráningu liða á vefnum allirlesa.is föstudaginn 15. janúar
Keppnistími?                     22. janúar til 21. febrúar
Hvernig?                             Þú skráir þann tíma sem þú verð í lestur á vefnum allirlesa.is. Talið er í korterum
Hvað má skrá?                  Allan bóklestur, hvort sem lesið er af pappír, spjaldi/skjá eða hlustað á hljóðbækur
Hvernig bækur?               Allar: skáldverk, fræðibækur, skýrslur eða hvað sem er
Eitt lið, ein bók?               Hver liðsmaður getur lesið það sem hann/hún vill á leiktímabilinu, liðið þarf ekki að lesa sömu bækurnar
Eru verðlaun?                   Já, sigurliðin í hverjum flokki fá bókaverðlaun og veglegar ostakörfur, fyrir utan heiður og ánægju

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Miðstöð íslenskra bókmennta standa saman að Allir lesa.

Ef spurningar vakna, sendu okkur þá póst á allirlesa@allirlesa.is

Sjá meira um landsleikinn á http://allirlesa.is/

ALLIR LESA
– HVAÐ LEST ÞÚ?