Alma Stefáns, Jón Már og forsetahjónin
Alma Stefáns, Jón Már og forsetahjónin

Alma Stefánsdóttir í 2. bekk Y tók á laugardaginn var á móti verðlaunum sem hún hlaut fyrir þátttöku í ratleik sem tengdist fornvarnadeginum.

Í tengslum við forvarnadaginn sem haldinn var 5. október síðastliðinn var efnt til myndbandakeppni og netratleiks. Leikurinn var samstarfsverkefni Ungmennafélags Íslands, Íþrótta– og Ólympíusambands Íslands og Bandalags íslenskra skáta, og fólst í því meðal annars að svara spurningum sem tengdust þessum samtökum. Vinningshafar í leiknum voru því og þar á meðal var Alma Stefánsdóttir.

Vðurkenningar og verðlaun fyrir árangur í þessu forvarnaátaki voru veitt við athöfn að Bessastöðum. Alma hlaut að launum viðurkenningarskjal og iPod Touch spilara. Þetta var í fyrsta sinn sem samkeppni vegna forvarnadagsins tekur til framhaldsskóla, en hún hefur um árabil verið þáttur í starfi grunnskóla.

Á myndinni er Alma með gripi sína ásamt forsetahjónunum og Jóni Má Héðinssyni skólameistara, sem var viðstaddur athöfnina ásamt afastelpunum Söru Lind og Freyju Rós.