- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Komið er á vefinn almanak skólaársins 2017-2018. Þar er sú meginbreyting, vegna tilfærslu skólaársins samkvæmt því sem um náðist að semja, að skólinn verður settur 31. ágúst og kennsla hefst 1. september. Önnur meginbreytingin er sú að langflestum prófum verður lokið fyrir jólaleyfi. Að öðru leyti sést hér á almanakinu hvernig fyrirkomulagið verður, en skóla verður þrátt fyrir breytingarnar slitið 17. júní.
Fram hefur komið í fjölmiðlum í viðtölum við skólameistara, Jón Má Héðinsson, að í kjölfar þessarar tilfærslu kennslutímans séu á ný hafnar viðræður við samstarfsskólana við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslu, meðal annars um möguleika á samkennslu einhverra áfanga.