Á Gamla sal (ljósm. Ásta Guðrún Eydal)
Á Gamla sal (ljósm. Ásta Guðrún Eydal)

Í dag kl. 11:00 hittust félagar í Kennarafélagi MA á skyndifundi á Gamla sal og réðu ráðum sínum um stöðu mála í kjaraviðræðum Félags framhaldsskólakennara og Samninganefndar Ríkisins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun:

Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri lýsir furðu sinni og vonbrigðum yfir gangi viðræðna milli Samninganefndar ríkisins og Félags framhaldsskólakennara nú þegar kjarasamningur hefur runnið út. Kennarar lýsa yfir fullum stuðningi við þær kröfur sem samninganefnd Félags framhaldsskólakennara hefur sett fram. Framhaldsskólakennarar hafa frá árinu 2006 dregist háskalega mikið aftur úr samanburðarhópum hvað laun og kaupmátt varðar. Á sama tíma hafa fjárframlög ríkisins til framhaldsskólanna verið skert markvisst svo launaliður þeirra er nú langt undir því sem telst raunverulegur launakostnaður. Ef borið er saman við önnur OECD ríki vex skömmin enn frekar.
Kennarar við Menntaskólann á Akureyri munu standa þétt saman og styðja forystu Félags framhaldsskólakennara ef grípa þarf til aðgerða til verndar kennarastarfinu og menntun ungmenna á Íslandi.