- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Andri Snær Magnason rithöfundur kom í heimsókn í morgun og ræddi við nemendur um lífið og skáldskapinn og sagði frá ferli sínum og verkum. Hann sagði frá því hvernig höfundarferill hans hófst, ævintýrinu í kringum Bónusljóð og hvernig smásagnasafnið, sem kom út á sama tíma, týndist á bak við kynningarnar á ljóðunum. Hann sagði frá Bláa hnettinum og för hans um veröldina og útskýrði hvernig ljóðskáld og ævintýrahöfundur lenti í því að skrifa sjálfshjálparbókina Draumalandið. Inn í þetta fléttaði hann spjall um menntun og gildismat og möguleikana í framtíðinni og ljóstraði upp hver næstu verk hans yrðu.
Á sama tíma voru í heimsókn Steingrímur J. Sigfússon og fylgdarmenn hans, en Steingrímur er gamall nemandi skólans. Á myndinni, sem tekin var um það bil sem Andri Snær byrjaði frásögn sína, eru Jón Már, Steingrímur J., Andri Snær og Edward Huijbens.