21. Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins fimmtudaginn 3. mars. Alls tók 51 nemandi þátt, úr fimm skólum. Anna Elísa Axelsdóttir 2V varð í 5. sæti í keppninni en 15 efstu er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem verður haldin í Háskóla Íslands í byrjun apríl. Sigurvegari keppninnar er nemandi í MR og auk hans og Önnu Elísu komust áfram nemendur úr MR, MH og Tækniskólanum. Fjórum efstu keppendum úrslitakeppninnar verður boðið að taka þátt í 5. Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður á Íslandi dagana 4.-8. júlí og 54. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í Kína, dagana 10. - 20. júlí.

Til hamingju Anna Elísa.