- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Velgengnisdagar héldu áfram í dag. Margt var þá um að vera, meðal annars undirbúningur ljósmyndakeppni í 1. bekk og 3. bekkur vann að því að semja eineltisreglur. Þriðjubekkingarnir unnu reglurnar undir leiðsögn nemenda í UPP203 í 4. FGH, sem fluttu fyrirlestur og stjórnuðu umræðum. Nokkrar myndir af þeim í myndasafni.
Fyrstubekkingar veltu fyrir sér hugtökunum virðing, víðsýni og árangur, fóru síðan á fyrirlestur í Kvosinni þar sem Axel Darri Þórhallsson fræddi þá um grundvallaratriði í meðferð myndavéla. Síðan undirbjuggu nemendur ljósmyndasamkeppni og fóru í hópum út af örkinni til að taka myndir. Hér eru myndir af nemendum 1F við þessa iðju og frá fyrirlestrinum í Kvosinni.