- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag eru fyrstubekkingar öðru sinni í verkefnum vegna velgengnisdaga. Að þessu sinni vinna þeir með einkunnarorð skólans, virðing, víðsýni, árangur.
Í fyrstu var fjallað á bekkjarfundi um þessi hugtök og hvað býr að baki þeim. Að því loknu var fyrirlestur í Kvosinni þar sem Þórhallur Jónsson í Pedromyndum fræddi nemendur um myndatöku og hvernig auka má gæði mynda. Þá fóru nemendur í hópum að vinna að ljósmyndamaraþoni um efni sem tengjast einkunnarorðunum að einhverju leyti. Þeir skila síðan myndum í samkeppni og semja kynningu með þeim, en kynningin fer fram á morgun, miðvikudag. Myndirnar á einnig að setja upp á veggspjöld sem hengd verða upp á ganginum milli Hóla og Gamla skóla.
Guðjón H. Hauksson tók meðfylgjandi myndir á fyrirlestri Þórhalls í morgun.
Myndasyrpa frá veggmyndagerð fyrstubekkinga í gær er sýnileg í fáeina daga á vefnum, smellið hér.
.