- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur fengu óvænta og afar skemmtilega heimsókn í dag. Ari Eldjárn mætti í Kvosina og fór með gamanmál eins og honum einum er lagið. Tilefni heimsóknarinnar var Evrópski tungumáladagurinn. Dagurinn er haldinn hátíðlegur 26. september ár hvert en vegna heimsóknar Ara til Akureyrar í dag var ákveðið að færa hátíðarhöldin aftur um tæpar tvær vikur.
Fáir vissu hvað var í vændum þegar hringt var á Sal eftir hádegi. Eftir nokkur vel valin inngangsorð Ölmu Oddgeirsdóttur brautarstjóra á mála- og menningarbraut steig Ari á svið við mikil fagnaðarlæti. Óhætt er að segja að Ari hafi farið á kostum. Hver brandarinn á fætur öðrum og hlátrasköllin glumdu í Kvosinni. Sannarlega góður endir á vikunni.