Magnús og Ari fagna árangri í Þýskuþraut
Magnús og Ari fagna árangri í Þýskuþraut

Á hverju ári er haldin Þýskuþraut í framhaldsskólum landsins, á vegum Félags þýzkukennara  í samvinnu við Goethe Institut í Kaupmannahöfn. Viðurkenningar eru veittar fyrir 20 bestu úrlausnirnar í þrautinni og þar af fá tveir þátttakendur 4ra vikna dvöl í Þýskalandi. Skemmst er að minnast þess að Höskuldur Logi Hannesson í 4. VX fékk einmitt slíka dvöl í fyrrasumar eins og sagt var frá á ma.is fyrr í vetur. 

Í Þýskuþraut 2019 fengu tveir MA-ingar viðurkenningu; Ari Víkingsson er í 10.  sæti og Magnús Orri Aðalsteinsson í 15. sæti. Þeir fá bókarverðlaun og boð um að koma á verðlaunaafhendinguna í Reykjavík 8. maí. Að sögn Margrétar Kristínar þýskukennara þeirra kemur þetta ekki á óvart, enda séu þeir miklir málamenn og yndislegt að kenna þeim og bekkjarfélögum þeirra í 2. A.