- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þennan morgun, kl. 6:30, var boðið til árlegs morgunverðar að heimili Þorláks Axels Jónssonar. Þetta var í tilefni silfurbrúðkaups þeirra hjóna, Þorláks og Gunnhildar, en verður framvegis haldinn að morgni þess dags sem síðasti kennarafundur skólaársins er haldinn.
Að þessu sinni voru í boði veglegar veitingar frá Noregi, elgspylsur og ýmsir ostar, kaffi, safar og Gammeldansk að hætti Dana. Vel var mætt og einsýnt að áframhald verður á þessum góða sið.