Ársfundur framhaldsskólanna á norðaustursvæði 2018 var haldinn í dag í Menntaskólanum á Akureyri. Efni fundarins var Framhaldsskólarnir og fjórða iðnbyltingin- hvernig undirbúa skólarnir nemendur sína fyrir óvissa framtíð.
Dagskrá var sem hér segir (Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra komst ekki á fundinn, eins og gert hafði verið ráð fyrir):
- Setning – Jón Már Héðinsson, skólameistari MA
- Hvernig nýtist nýja námskráin þróun og sérhæfingu skólanna – Lára Stefánsdóttir, skólameistari MTR
- Samstarf framhaldsskólanna á norðaustursvæði – Svanfríður Jónasdóttir, verkefnisstjóri
- Framlög frá framhaldsskólunum:
-
- „Hvernig vinnum við markvisst gegn brotthvarfi í MA“ Heimir Haraldsson og Lena Rut Birgisdóttir náms- og starfsráðgjafar og Kristín Elva Viðarsdóttir sálfræðingur
- Sköpun og tækni í FSH – Herdís Sigurðardóttir, skólameistari FSH og Ásta Svavarsdóttir, íslenskukennari í FSH
- Samvinna, lykillinn að framtíðinni – Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari MTR
- Aðlögun náms að óvissri framtíð – Hanna Sigrún Helgadóttir, Laugum
- Iðngreinakynningar VMA fyrir grunnskólanema – Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA