- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Árshátíð Menntaskólans á Akureyri fer fram í kvöld í Íþróttahúsinu á Akureyri. Salur hallarinnar er þétt setinn af prúðbúnum nemendum og kennurum. að vanda eru fjórðubekkingar skartbúnir, stúlkurnar í upphlutum eða peysufötum og drengirnir langflestir í þjóðlegum búningum.
Á myndunum í myndasafninu eru fjórðubekkingar við undirbúninginn á efri hæð Hallarinnar, við inngönguna í salinn og á sviðinu við söng. Þarna sést líka Kór MA og umgjörð hátíðarinnar utan dyra, en þema í skreytingum að þessu sinni er spilavíti.