Aðventuljós 2008
Aðventuljós 2008

Í kvöld verður Árshátíð MA í Íþróttahöllinni. Hátíðin hefst klukkan 19.00 en húsið er opnað klukkan 18.15.

Nemendur hafa unnið að undirbúningi hátíðarinnar undanfarnar vikur, en stjórn Hugins, skólafélags MA, hefur haft með höndum yfirstjórn verksins.

Hátíðin verður í skreyttum sal Hallarinnar og hefst á borðhaldi og fjölbreyttri dagskrá nemenda í tali, tónum og myndum. Að lokum verður dansleikur. Sálin hans Jóns míns leikur í sal Hallarinnar en á efri hæðinni verða að vanda dansaðir gömlu dansarnir við harmonikkuleik. Sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar er dr. Páll Skúlason, fyrrum háskólarektor.

.