Dansæfing fyrir árshátíð 2010
Dansæfing fyrir árshátíð 2010

Undirbúningur árshátíðar MA er í fullum gangi, en hún verður haldin með pompi og prakt í Íþróttahöllinni á föstudagskvöld. Stjórn Hugins, skólafélags MA, hefur yfirstjórn árshátíðar í höndum sér. Undanfarna daga hafa verið seldir aðgöngumiðar, hópar smáir og stórir hafa undanfarnar vikur unnið að skreytingum og æft atriði fyrir kvöldið og þjóðbúningaleigur og fataskápar frænkna og formæðra hafa verið hálftæmdir þar sem allar stúlkurnar í 4. bekk hyggjast klæðast upphlutum eða peysufötum samkvæmt allgamalli hefð.

Á árshátíð er ævinlega dansað í tveimur sölum. Hljómsveitin Nýdönsk mun spila fyrir dansi í stóra salnum en Þuríður formaður og hásetarnir leika fyrir gömlu dönsunum í þeim minni. Að því tilefni hafa íþróttakennarar boðið nemendum upp á æfingar í gömlu dönsunum og hér eru myndir sem teknar voru í Kvosinni eftir að kennslu lauk í dag.

.