- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Árshátíð Menntaskólans á Akureyri verður föstudaginn 30. nóvember í Íþróttahöllinni á Akureyri með mikilli og fjölbreyttri dagskrá. Nemendur hafa unnið að æfingum og undirbúningi fyrir hátíðina og íþróttakennarar hafa haft dansæfingar í íþróttatímunum, því gömlu dansarnir verða sífellt vinsælli hjá ungu fólki.
Að vanda er mikið lagt í dagskrá hátíðarinnar. Fjórðubekkingar skarta að vanda þjóðlegum klæðnaði og allir búast betri fötunum, enda er þetta hátíð hátíðanna. Á meðan borðhald stendur verða flutt tónlistaratriði, Kór MA syngur, einnig verður fjöldasöngur og heiðursgestur hátíðarinnar verður dreginn upp úr verkfæratöskunni. Að loknu borðhaldi heldur áfram viðamikil dagskrá dansfélagsins PRIMA, leikfélagsins LMA og tónlistarfólks auk þess sem Skaupið verður sýnt á tjaldi. Þá verða og minni karla og kvenna. Að lokum verður slegið upp böllum, gömlu dönsunum á efri hæðinni og nýju dönsunum niðri, þar sem aðalhljómsveit kvöldsins verður Retro Stefson.