Undanfarin ár hefur Menntaskólinn á Akureyri sent fulltrúa í ræðukeppni sem haldin er á vegum ESU (English Speaking Union) og FEKÍ (Félag enskukennarafélag á Íslandi).

Enskukeppni 3013Í ár var Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir nemandi á fjórða ári fulltrúi MA. Umræðuefnið í ár var Ideas are our Greatest Weapons.  Ásgerður Ólöf flutti ræðu á ensku þar sem hún bar saman aðstæður sínar við aðstæður Malölu Yousafzai baráttukonu fyrir menntun stúlkna. Undanriðlar fóru fram í HR sl. föstudag og flaug okkar stúlka í úrslit. Sjálf úrslitin á laugardeginum voru æsispennandi en þar öttu kappi fulltrúar frá FÁ, Versló, MH og MA. Ásgerður Ólöf sigraði með glæsibrag og er á leið til London í maí að keppa fyrir hönd Íslands við fulltrúa frá 50 þjóðlöndum.  Umræðuefnið í London verður: Imagination is more important than knowledge. Enskudeild MA mun áfram aðstoða Ásgerði Ólöfu varðandi undirbúning.

Við óskum Ásgerði Ólöfu innilega til hamingju með verðskuldaðan sigur. Góða ferð til London Ásgerður Ólöf og gangi þér vel!

Á innfelldu myndinni eru Bogi Ágústsson kynnir keppninnar, Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir sem var í 1. sæti, Guðrún Gígja Sigurðardóttir sem var í 2. sæti og Össur Skarphéðinsson annar dómaranna í keppninni.