Ástráður 2015
Ástráður 2015

Í dag komu félagar úr Ástráði, forvarnahópi læknanema, og ræddu við nemendur fyrsta bekkjar. Þetta er árleg yfirreið læknanemanna sem fjalla um heilsusamlegt líferni og ekki síst það sem varðar kynlíf og hvaðeina sem tengist því. Það hefur þótt til bóta að sinna þessum efnum með jafningjafræðslu en aldursmunur þeirra sem segja frá og hinna sem á hlýða er ekki tiltakanlegur.

Krakkarnir í 1H á fundi Ástráðs:

Ástráður 2015